Körfubolti

Þrír bestu leikir Danero á tímabilinu eru leikirnir þrír þar sem Ryan var í banni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danero Thomas.
Danero Thomas. Vísir/Andri Marinó

Danero Thomas tók heldur betur upp hanskann fyrir Ryan Taylor á meðan Bandaríkjamaðurinn var í þriggja leikja banni í úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta.

ÍR vann tvo af þremur leikjum án Ryan Taylor og þar geta Breiðhyltingar þakkað Danero Thomas fyrir frábæra spilamennsku.

ÍR-liðið jafnaði metin í undanúrslitaeinvíginu á móti Tindastól með 106-97 sigri á Króknum í gær. Danero Thomas var með 28 stig, 9 fráköst, 7 stolnir bolta, 6 þrista og 6 stoðsendingar í leiknum í gærkvöldi.

Í þessum þremur leikjum ÍR-liðsins án Ryan Taylor var Danero Thomas með 34 að meðaltali í framlagi en hann var með 30 í heildarframlag í fyrstu þremur leikjum ÍR-liðsins í úrslitakeppninni.

Leikirnir þrír án Ryan Taylor eru líka þrír bestu leikir Danero Thomas í Domino´s deildinni á tímabilinu ef við skoðum framlagstölurnar.

Danero hækkaði meðaltöl sín um 14,0 stig og 7,2 fráköst að meðaltali í leik í fjarveru Ryan Taylor og Danero var með 19,9 hærra framlag í leik í þessum þremur leikjum en í öllum hinum leikjum ÍR í vetur.

Hér fyrir neðan má sjá frekari útlistun á magnaðri frammistöðu Danero Thomas á meðan Ryan Taylor var í leikbanni.

Hæsta framlag í einum leik hjá Danero Thomas í Domino´s deildinni í vetur:
35 á móti Tindastól í úrslitakeppninni (Leikur 2)
34 á móti Stjörnunni í úrslitakeppninni (Leikur 4)
33 á móti Tindastól í úrslitakeppninni (Leikur 1)
24 á móti Grindavík í deildinni (heimaleikur)
23 á móti Stjörnunni í úrslitakeppninni (Leikur 3)
22 á móti Val í deildinni (útileikur)
21 á móti Stjörnunni í deildinni (útileikur)
20 á móti Tindastól í deildinni (útileikur)
20 á móti Haukum í deildinni (útileikur)
20 á móti Grindavík í deildinni (útileikur)


Hversu miklu meira gerði Danero Thomas í fjarveru Ryan Taylor:

Framlag í leik (+19,9)
Fyrir bann Ryan Taylor:  14,1
Í leikbanni Ryan Taylor: 34,0

Stig í leik (+14,0)
Fyrir bann Ryan Taylor: 14,4
Í leikbanni Ryan Taylor: 28,3

Fráköst í leik (+7,2)
Fyrir bann Ryan Taylor: 5,8
Í leikbanni Ryan Taylor: 13,0

Stoðsendingar í leik (+0,9)
Fyrir bann Ryan Taylor: 2,8
Í leikbanni Ryan Taylor: 3,7

Stolnir boltar í leik (+0,7)
Fyrir bann Ryan Taylor: 2,7
Í leikbanni Ryan Taylor: 3,3


---

Fyrsti leikur Ryan Taylor í banni (71-69 sigur á Stjörnunni)
Danero Thomas með 34 í framlag
Sigurkarfan
24 stig
21 frákast
3 stoðsendingar
2 stolnir boltar
3 varin skot

Annar leikur Ryan Taylor í banni (82-89 tap fyrir Tindastól)
Danero Thomas með 33 í framlag
33 stig
9 frák0st
2 stoðsendingar
1 stolinn boltar

Þriðji leikur Ryan Taylor í banni (106-97 sigur á Tindastól)
Danero Thomas með 35 í framlag
28 stig
9 frák0st
6 stoðsendingar
7 stolnir boltarAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.