Handbolti

Akureyri í Olís-deildina

Akureyri er komið í Olís-deildina.
Akureyri er komið í Olís-deildina. vísir/skjáskot

Akureyri mun eiga í Olís-deild karla á nýjan leik eftir að samnefnt lið, Akureyri, tryggði sér deildarmeistaratitilinn í Grill 66-deildinni eftir öruggan sigur á HK í kvöld, 26-20.

Akureyri leiddi í hálfleik, 14-10, og var í raun sterkari aðilinn allan leikinn. Garðar Már Jónsson endaði markahæstur með sex mörk og næstur kom Patrekur Stefánsson með fimm.

Þetta var fimmtándi sigurleikur liðsins í vetur og það tapaði einungis einum leik. Það var þegar liðið tefldi fram ólöglegum leikmanni í leik gegn grönnum sínum í KA.

Þjálfarar liðsins eru Sverre Andreas Jakobosson og Ingimundur Ingimundarsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.