Innlent

Vantraust og verkalýður í Víglínunni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar

Tveir þingmenn Vinstri grænna greiddu atkvæði með vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á hendur dómsmálaráðherra á Alþingi í vikunni.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingar ræða þetta mál og fleiri í Víglínunni í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12.20.

Þá hafa einnig verið miklar hræringar innan verkalýðshreyfingarinnar. Sólveig Anna Jónsdóttir hafði betur í stjórnarkosningunum innan Eflingar á þriðjudag en framboð hennar naut meðal annars stuðnings Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR.

Þau hafa bæði talað fyrir nýjum áherslum innan hreyfingarinnar og gagnrýnt núverandi stefnu Alþýðusambandsins í kjaramálum. Rætt verður um þetta mál við Ragnar Þór.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.