Vandræðalaust fyrir Bayern | Sjáðu mörkin

Anton Ingi Leifsson skrifar

Bayern München er auðveldlega komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Þeir unnu einvígið gegn Besiktas samanlagt 8-1, en síðari leiknum lauk með 3-1 sigri Bæjara.

Bayern komst yfir strax á átjándu mínútu með marki Thiago Alcantara eftir undirbúning hins ótrúlega Thomas Muller. 1-0 þegar Michael Oliver flautaði til hálfleiks.

Strax á upphafssekúndum síðari hálfleiks komst Bayern í 2-0 með afar klaufalegu sjálfsmarki frá Gokhan Gonul.

Vagner Love klóraði í bakkann fyrir Besiktas, en Sandro Wagner skoraði þriðja mark Bayern áður en yfir lauk. Lokatölur 3-1 sigur þýsku meistarana í Tyrklandi.

Göngutúr í garðinum þetta einvígi fyrir Bayern sem er komið örugglega áfram í átta liða úrslitin, enn eitt árið.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.