Innlent

Sjúkraflutningar áfram tryggðir

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Sjæukraflutningar verða áfram í höndum Rauða krossins á meðan önnur lausn verður fundin.
Sjæukraflutningar verða áfram í höndum Rauða krossins á meðan önnur lausn verður fundin. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson

Velferðarráðuneytið segir að öryggi sjúkraflutninga verði áfram tryggt þrátt fyrir að Rauði krossinn á Íslandi hafi slitið samstarfi við ríkið um rekstur sjúkrabíla. Verið er að skipuleggja fyrirkomulag sjúkraflutninga á Íslandi til frambúðar. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðs Íslands. 

Í yfirlýsingu frá Rauða Krossinum frá 16.mars um málið kemur fram að ágreiningur hafi verið á milli RKÍ og ráðuneytisins um rekstur sjúkrabílanna og eignarhaldi á þeim. Ríkið hefur að stærstum hluta staðið straum af kostnaði við kaup á nýjum sjúkrabílum en eignarhaldið hefur verið Rauða krossins. Ekki hefur náðst samkomulag um breytingu á fyrirkomulaginu.

Vinna að því að finna framtíðarlausn

Ráðuneytið hefur unnið að því að finna rekstri sjúkrabílanna annan farveg. Unnið hefur verið eftir þeirri forsendu að rekstur sjúkrabíla verði alfarið á hendi opinberra aðila til þess að tryggja öryggi og gæði sjúkraflutninga í landinu.

Rauði krossinn mun þó annast rekstur sjúkrabílanna á meðan þess er þörf eða þangað til að ráðuneytið hefur fundið farveg til framtíðar fyrir verkefnið.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.