Lífið

Sjáðu öll mis­tökin úr Steypu­stöðinni: „Verður erfitt að fá Eddu­verð­launa­hafann í typpa­búning“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Síðasti þátturinn af Steypustöðinni verður á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld en um er að ræða önnur þáttaröðin af þessum skemmtilegum gamanþáttum.

„Viðbrögðin við seríunni hafa verið framar öllum vonum. Þannig að maður er mjög stoltur af þessu öllu saman en finnst á sama tíma hálfleiðinlegt að þetta sé búið,“ segir Ágúst Bent, leikstjóri.

„Vonandi verður farið í aðra seríu, þannig að söknuðurinn endist örugglega ekki lengi. Núna er Steindi Edduverðlaunahafi þannig að maður þarf örugglega að suða vel í honum til að fá hann aftur í tippabúninginn sem hann var klæddur í í fyrstu þáttaröðinni af Steindanum okkar.“

Bent segir að hann hafi það á tilfinningunni að fleiri hafi séð þessa þáttaröð af Steypustöðinni en fyrstu.

„Við lentum í engu fjaðrafoki, þrátt fyrir að vera með skets með down syndrome löggum sem afhausuðu mann og annan þar sem Þjóðleikhúsið setti upp söngleik um Guðmundar- og Geirfinnsmálið. Íslendingar eru greinilega hressir.“

Hér að ofan má sjá helstu mistökin úr tökum af Steypustöðinni og hér að neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×