Sport

Margar spurningar vakna eftir keppni í fimm­gangi í hesta­í­þróttum innan­húss

Telma Tómasson skrifar
og Halldór Gunnar Victorsson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, og Teitur Árnason knapi.
og Halldór Gunnar Victorsson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands, og Teitur Árnason knapi. Stöð 2 Sport

Margar spurningar vakna eftir keppni í fimmgangi í hestaíþróttum innanhúss, enda greinin mjög tæknilega erfið fyrir bæði knapa og hest.

Þótt sýningar gengju upp hjá knöpum í efstu sætum, lentu aðrir í basli í fimmganginum í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum síðastliðið fimmtudagskvöld. Uppi eru vangaveltur um hvort leiðari hestaíþróttadóma sé að virka nægilega vel fyrir keppnisgreinina.

„Greinin er gríðarlega erfið og krefst mikils af hestinum tæknilega. Í Meistaradeildinni eru frábærir hestar, en það má lítið út af bregða. Leiðarinn er mjög erfiður fyrir frammistöðuna. Knapinn verður jafnvel hræddur við eldveggina, hræddur við að láta ljós sitt skína. Reiðmenn þora síður að taka sénsinn og eru hræddir um að hesturinn sé of seinn niður, of hraður. Áherslan er að mínu mati of mikið á boð og bönn,” segir knapinn Teitur Árnason meðal annars í umræðuþætti um keppnina í fimmgangi.

Þátturinn er á dagskrá á Stöð 2 Sport klukkan 21.15 í kvöld, fimmtudag. Auk Teits eru viðmælendur Jakob Svavar Sigurðsson, sem sigraði greinina og Halldór Gunnar Victorsson, formaður Hestaíþróttadómarafélags Íslands. Spáð verður í keppnisgreinina, rýnt myndbrot og farið yfir einstakar sýningar.


Tengdar fréttir

„Þetta er alger snillingur“

Afreksknapinn Jakob Svavar Sigurðsson er á mikill siglingu í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum, virðist ósigrandi en hann vann keppni í fimmgangi í Samskipahöllinni í gærkvöldi á Skýr frá Skálakoti.

„Sáttur við þetta“

Þórarinn Ragnarsson gerði gott mót í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi og hreppti silfur í keppni í fimmgangi á Hildingi frá Bergi.

Bronsið til Sylvíu

Sylvía Sigurbjörnsdóttir sýndi glæsilegan Héðin Skúla frá Oddhóli í keppni í fimmgangi í Meistaradeild Cintamani í Samskipahöllinni í gærkvöldi og kom sér á pall fyrir frammistöðuna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.