Lífið

Svisslendingar fara á kostum utan vallar á Ólympíuleikunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bösch bregður ítrekað á leik í Pyeongchang.
Bösch bregður ítrekað á leik í Pyeongchang.

Svisslendingurinn Fabian Bösch er heldur betur að slá í gegn á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang í Suður-Kóreu og það ásamt félögum sínum í svissneska landsliðinu.

Ekki eru þeir endilega að slá í gegn í skíðabrekkunum, heldur frekar á samfélagsmiðlum með stórkostlegum myndböndum.

Til að mynda fór Bösch upp rúllustiga með með frumlegri aðferð og sýndi frá því á Instagram.

Síðan birti hann einnig skemmtilegt myndband þar sem hann kynnir til leiks bobsleðalið Sviss en í því myndbandi má sjá tvo landsliðsmenn renna sér niður stigagang á trillu.

Myndböndin eru heldur betur að slá í gegn og má sjá þau hér að neðan.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.