Sport

Náttúrulega bara stórkostlegt

Telma Tómasson skrifar
Teitur Árnason.
Teitur Árnason. Vísir

Teitur Árnason hafnaði í þriðja sæti í keppni í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum í Samskipahöllinni í gærkvöldi.

Sat hann Brúneyju frá Grafarkoti, sem er mikið rútíneruð í þessari keppnisgrein. Athygli vekur að þrír efstu knaparnar tefldu allir fram hryssum í T2, sem er snúnari grein að vera góður í en margur ætlar.

Slaktaumatölt reynir meðal annars mjög á jafnvægi hestsins og reiðmennskuhæfni knapans.

„Hún var góð á slaka taumnum og þetta gekk bara fínt,“ sagði Teitur að lokinni forkeppni. Hann sagðist nokkuð sáttur með sýninguna en að hans sögn hefði Brúney þó getað verið betri á fyrstu tveimur atriðunum, tölti á frjálsri ferð og hægu.

Frumburður Teits og Eyrúnar Ýrar Pálsdóttur, pattaralegur drengur, kom í heiminn degi fyrir keppnisdag og var honum óskað til hamingju með það. „Það er náttúrlega bara stórkostlegt,“ sagði Teitur spurður um föðurhlutverkið.

Sýningu Teits og Brúneyjar frá Grafarkoti í forkeppninni í T2 má sjá í meðfylgjandi myndskeiði, en bein útsending var frá mótinu á Stöð 2 Sport.Top Reiter stigahæst

Eftir fyrstu tvær keppnisgreinarnar, fjórgang og slaktaumatölt T2, er Teitur með 8 stig í einstaklingskeppninni. Hann er liðsstjóri Top Reiter sem hlaut liðsskjöldinn í gærkvöldi fyrir bestan samanlagðan árangur í T2, en liðsfélagar Teits, þeir Árni Björn Pálsson og Matthías Leó Matthíasson hlutu báðir 7.03 í einkunn í forkeppninni og stóðu rétt fyrir utan úrslitin í 7-8 sæti.
Top reiter stendur nú efst í liðakeppninni með 101,5 stig.    

Niðurstöður A-úrslita í slaktaumatölti T2 í Meistaradeild Cintamani í hestaíþróttum voru eftirfarandi:
1. Jakob Svavar Sigurðsson, Júlía frá Hamarsey - 8.66
2. Viðar Ingólfsson, Pixi frá Mið-Fossum - 8.33
3. Teitur Árnason, Brúney frá Grafarkoti - 7.87
4. Elin Holst, Frami frá Ketilsstöðum - 7.41
5. Bergur Jónsson, Herdís frá Lönguhlíð - 7.20
6. Gústaf Ásgeir Hinriksson, Skorri frá Skriðulandi - 7.20Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.