Körfubolti

Logi spilar síðustu landsleikina sína í Höllinni á föstudag og sunnudag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Logi Gunnarsson fagnar hér líklega sinni frægustu körfu á landsliðsferlinum en hann tryggði íslenska landsliðinu þá framlengingu á móti Tyrkjum.
Logi Gunnarsson fagnar hér líklega sinni frægustu körfu á landsliðsferlinum en hann tryggði íslenska landsliðinu þá framlengingu á móti Tyrkjum. Vísir/Valli

Logi Gunnarsson hefur ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta í þessari viku. Logi staðfestir þetta við Vísi.

Leikirnir við Finnland og Tékkland í Laugardalshöllinni verða landsleikir númer 146 og 147 á ferlinum en hann er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi.

„Ég mun leggja landsliðsskóna á hilluna núna eftir þessa tvo leiki í vikunni. Ég hef verið í liðinu í næstum átján ár samfleytt og alltaf gefið kost á mér þó svo það hafi stundum ekki farið vel í félagsliðin mín þegar ég var erlendis. Þetta er orðinn langur tími og ég sáttur við að klára tvo leiki á heimavelli,“ sagði Logi við Vísi.

Logi lék sinn fyrsta landsleik á móti Noregi 1. ágúst 2000. Landsliðsferill hans telur því átján og hálft ár og leiki á móti 43 mismundandi þjóðum.

Logi hefur skorað 1.473 stig í 145 landsleikjum eða 10,2 stig að meðaltali í leik. Logi hefur skorað 209 þriggja stiga körfur fyrir íslenska landsliðið og er einn af þremur meðlimum í 200 þrista klúbbnum með þeim Teiti Örlygssyni og Guðjóni Skúlasyni.

Logi hefur líka leikið 26 landsleiki í Laugardalshöllinni eða fleiri en nokkur annar íslenskur körfuboltamaður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.