Sport

„Taktu á þessu“

Telma Tómasson skrifar
Skjáskot

Allt logaði í eldheitri umræðu eftir keppni í fjórgangi í Meistaradeild Cintamni í hestaíþróttum eftir að Fjölnir Þorgeirsson skellti spurningu á fyrsta knapa í braut, Sigurð Sigurðarson, í beinni útsendinu á Stöð 2 sport og sýndist sitt hverjum. Fékk Fjölnir bæði lof fyrir að spyrja um bleika fílinn í stofunni, það sem margir hafa skeggrætt um síðustu ár að knapar mæti á lánshestum korteri fyrir mót, og einnig ákúrur fyrir dónaskap við keppanda.

„Þetta gekk ekki eins og þú vonaðist til?...Þetta er nýr hestur, greipstu hann í Hveragerði?“ spurði Fjölnir meðal annars og klikkti út með: „Taktu á þessu.“

Fagleg, fróðleg og skemmtileg umræða verður um fjórgangskeppnina í Meistaradeild Cintamani á Stöð 2 sport í kvöld klukkan 21:10. Gestir eru Ólafur Árnason yfirdómari og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Rætt verður meðal annars um einstakar sýningar, dóma í keppni, beislisbúnað og verður hinni umdeildu spurningu velt upp, sem sjá má í meðfylgjandi myndbroti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.