Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue

30. janúar 2018
skrifar

Systradúióið sem hefur undanfarin ár tekið tískuheiminn með stormi prýðir forsíðu nýjasta heftis breska Vogue. Gigi og Bella Hadid eru með sitthvora forsíðuna og svo saman inn í blaðinu. 

Um er að ræða marshefti Vogue, já það er ennþá janúar og tískublöðin eru að koma út með marsheftin sín. Það var snillingurinn Steven Meisel sem tók myndirnar en báðar klæðast þær silfurkjólum frá Versace á forsíðunum. Inn í eru myndir með færri flíkum .. allavega ein. 

Í viðtali við blaðið ræða þær samfélagsmiðla, persónulega lífið og systrasambandið. Eitthvað fyrir aðdáendur tískusystrana.