Innlent

Forsætisráðherra mætir í Víglínuna

Heimir Már Pétursson og Kristín Ólafsdóttir skrifa

Alþingi kemur saman á mánudag eftir hlé sem gert var á þingstörfum skömmu fyrir áramót. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa nýtt tímann til að ræða við forystu samtaka launafólks hjá hinu opinbera og á almenna markaðnum ásamt forystu Samtaka atvinnulífsins. Stjórnvöld hafa nokkrar vikur til að ná sam komulagi við vinnumarkaðinn en endurskoðunarákvæði samninga á almennum vinnumarkaði verður virkt í lok næsta mánaðar.

Heimir Már Pétursson fréttamaður ræðir við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í Víglínunni á Stöð 2 og Vísi í hádeginu í dag. Farið verður yfir stöðuna í málum vinnumarkaðarins og þau mál sem ríkisstjórnin hefur undirbúið að leggja fram á vorþingi. En undir lok vorþings er von á fyrstu fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar þar sem stefna hennar í ríkisfjármálum til næstu fimm ára lítur dagsins ljós.

Í vikunni boðaði Ísavía til málþings um ástand lendingarstaða og flugvalla. Viðhald og uppbygging á þeim hefur setið á hakanum í mörg ár og ef ekki á að koma til lokunar flugvalla þarf að leggja til mikla fjármuni. Til að ræða þessi mál og fleiri sem tengjast uppbyggingu í samgöngumálum koma þau Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Hanna Katrín Friðriksson fulltrúi Viðreisnar í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis í Víglínuna

Víglínan hefst kl. 12:20 og er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.