Innlent

Íslendingar eru einna öflugastir í Veganúar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Íslendingar eru í sjötta sæti á lista þeirra þjóða þar sem hæst hlutfall tekur þátt í Veganúar
Íslendingar eru í sjötta sæti á lista þeirra þjóða þar sem hæst hlutfall tekur þátt í Veganúar Vísir/Getty

Íslendingar eru í sjötta sæti á lista þeirra þjóða þar sem hæst hlutfall tekur þátt í Veganúar samkvæmt veganuary.com. Veganúar-átakið miðar að því að þátttakendur neyti ekki dýraafurða í janúarmánuði og lifi þar með hinum svokallaða vegan lífsstíl. Ekki er þó nauðsynlegt að skrá sig á síðunni til þess að taka þátt og því verður að setja fyrirvara við þetta sæti Íslendinga.

Páfagarður er í efsta sæti höfðatölulistans en á milli Páfagarðs og Íslands eru Bretland, Svíþjóð, Írland og Malta. Sé ekki litið til höfðatölu, einungis fjölda þátttakenda, eru Bretar í efsta sætiAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.