Handbolti

Anna Úrsúla til liðs við Val

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Anna Úrsúla í leik með Gróttu.
Anna Úrsúla í leik með Gróttu. vísir/vísir

Handknattleiksdeild Vals hefur samið við línumanninn Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur um að leika með kvennaliði félagsins fram á vorið 2019. Félagið tilkynnti þetta á facebook síðu sinni rétt í þessu.

Er um mikinn liðsfeng fyrir Val að ræða enda hefur Anna Úrsúla verið einn allra besti leikmaður Íslands undanfarin ár.

Anna hefur leikið með uppeldisfélaginu Gróttu undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2015 og 2016. Nýverið eignaðist hún  sitt annað barn með sambýlismanninum Finni Ingi Stefánssyni, sem jafnframt á að baki glæstan feril með Val.

Anna er öllu kunnug á Hlíðarenda en hún lék með Val árin 201-2014. Skoraði hún þá yfir 600 mörk í 150 leikjum fyrir félagið, en á þeim tíma varð Valur 4 sinnum íslandsmeistari og 3 sinnum bikarmeistari.

Þá á Anna að baki 101 landsleik fyrir Íslands hönd, en í þeim hefur hún skorað 221 mark.

Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, er að vonum hæstánægður með komu Önnu. 

„Það er mjög góð viðbót við okkar öfluga hóp að fá Önnu til liðs við okkur, sér í lagi í ljósi þess að Hildur Björnsdóttir verður ekki meira með á tímabilinu. Anna er frábær handboltamaður en ekki síður mikill karakter."
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.