Hazard með tvö er Chelsea komst aftur á sigurbraut

Dagur Lárusson skrifar
Eden Hazard var á skotskónum.
Eden Hazard var á skotskónum. Vísir/Getty

Eden Hazard skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Chelsea á Brighton í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en með sigrinum komst Chelsea upp í 3.sæti deildarinnar með 50 stig.

Chelsea byrjaði heldur betur með miklum krafti og skoraði tvö mörk á fyrstu sex mínútum leiksins. Það fyrra kom á 3.mínútu en þá barst boltinn til Eden Hazard í teig Brighton og hann skoraði örugglega framhjá Mat Ryan í markinu.

Þremur mínútum seinna skoraði Chelsea óaðfinnanlegt mark en þá spiluðu þeir Hazard, Batshuayi og Willian glæsilega á milli sín og endaði það samspil með þrumuskoti frá Willian sem endaði í markinu og var staðan 0-2 í hálfleik.

Brighton áttu sín færi í leiknum og varði Caballero nokkrum sinnum glæsilega til þess að koma í veg fyrir mark. Brighton sótti mikið undir lok leiksins sem opnaði fyrir skyndisóknir hjá Chelsea. Chelsea nýtti sér eina slíka á 77. mínútu en þá var það Hazard aftur á ferðinni sem skoraði.
Það var síðan Victor Moses sem skoraði síðasta mark Chelsea undir blálokin.

Lokatölur leiksins voru 0-4 og er Chelsea því komið aftur upp í 3.sæti deildarinnar og er með 50 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.