Körfubolti

Alexandra í KR

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexandra Petersen í leik með Val.
Alexandra Petersen í leik með Val. Vísir/Eyþór

KR hefur fengið Alexöndru Petersen til liðs við sig fyrir lokasprettinn í 1. deild kvenna í körfubolta. Karfan.is greinir frá.

Petersen var á mála hjá Val fyrir áramot en var leyst undan samningi sínum við félagið í jólafríinu.

KR situr á toppi 1. deildarinnar, án taps eftir 11 leiki, og mun Petersen styrkja liðið í baráttunni um sæti í úrvalsdeild á næsta ári. Hún var með 19,4 stig að meðaltali í leik og áttunda framlagshæst í Domino's deildinni.

Petersen lendir á Íslandi á morgun, föstudag, og ætti því að ná leikjum KR við Þór Akureyri um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.