Fótbolti

Álftanes og Vængir Júpíters Íslandsmeistarar Futsal

Vængir Júpíters með sigurverðlaunin í dag.
Vængir Júpíters með sigurverðlaunin í dag. Mynd/Twitter-síða Vængja Júpiters

Álftanes vann 7-0 sigur á Breiðablik/Augnablik í úrslitaleik Íslandsmótsins í Futsal í kvennaflokki sem fór fram í dag en á sama tíma vann Vængir Júpíters 6-3 sigur á Augnablik í karlaflokki.

Leikið var í Laugardalshöll en Augnablik tók því silfur í bæði karla- og kvennaflokki.

Í karlaflokki var spennan heldur meiri, Augnablik komst yfir snemma leiks og jafnaði metin í 3-3 um tíma en Vængir Júpiters skoruðu seinustu þrjú mörk leiksins og tryggðu sér um leið sigurinn.

Í kvennaflokki var spennan lítil, Álftanes sem komst með naumindum í úrslitaleikinn eftir 5-4 sigur gegn Sindra mætti Breiðablik/Augnablik sem vann í gær 14-0 sigur gegn Sindra.

Það var hinsvegar engin spenna í úrslitaleiknum og náði Álftanes snemma 4-0 forskoti sem endaði með 7-0 sigri.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.