Götutískan í London leggur línurnar fyrir karlana

09. janúar 2018
skrifar

Herratískuvikan átti sér stað í London síðustu helgi og hér erum við með myndir frá flottasta götustílnum. Karlmennirnir lögðu línurnar og sjáum við hér hvað mun koma til með að verða vinsælt.

Jakkaföt í skemmtilegum litum, og skemmtilegar samsetningar. Unglegur fatastíll, íþróttaföt og öllu virðist blandað saman. Það er einungis ein regla sem gildir þarna, og hún er, því meira því betra.