Innlent

Stefnir Sjó­manna­­fé­laginu fyrir ó­lög­lega brott­vikningu

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðveig María Einarsdóttir var rekin úr Sjómannafélaginu í lok síðasta mánaðar
Heiðveig María Einarsdóttir var rekin úr Sjómannafélaginu í lok síðasta mánaðar Skjáskot/Stöð 2
Lögmaður Heiðveigar Maríu Einarsdóttur hefur lagt fram stefnu á hendur Sjómannafélagi Íslands fyrir að hafa með rekið hana úr félaginu með ólögmætum hætti.

Þetta kemur fram í frétt Stundarinnar. Málið verður tekið fyrir í félagsdómi á morgun en haft er eftir lögmanni Heiðveigar Maríu að farið hafi verið fram á flýtimeðferð þar sem framboðsfrestur til embættis formanns félagsins sé í þann mund að renna út.

Kolbrún Garðarsdóttir, lögmaður Heiðveigar Maríu, segir stefnuna byggja á að stjórn hafi gerst brotleg við 2. grein laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Í greininni er kveðið á um að stéttarfélög skuli vera opin öllum í hlutaðeigandi starfsgrein á félagssvæðinu.

Var rekin úr félaginu

Heiðveig María var rekin úr Sjómannafélaginu í lok síðasta mánaðar en hún hafði gagnrýnt stjórn félagsins harðlega, og gefið það út hún hyggði á framboð til stjórnar. 

Mikið hefur verið fjallað um að mikil ólga sé meðal sjómanna vegna brottrekstursins en Jónas Garðarson, formaður félagsins, hefur sagt að ekki standi til að bakka með ákvörðun stjórnar að reka Heiðveigu Maríu úr félaginu.


Tengdar fréttir

Jónas gefur lítið fyrir gagnrýni á stjórn

Jónas Garðarsson gefur lítið fyrir gagnrýni ýmissa verkalýðsforingja og ályktun aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum um brottvikningu Heiðveigar Maríu Einarsdóttur.

Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu

Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.