Innlent

Annar þeirra sem mest höfðu sig í frammi hefur oft ráðist á fanga

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Litla-Hraun.
Litla-Hraun. Fréttablaðið/GVA
Átján ára piltur varð fyrir alvarlegri árás á Litla-Hrauni í vikunni. Hann er hælisleitandi frá Marokkó. Hann situr í fangelsi fyrir ítrekaðar tilraunir til að komast úr landi með því að smygla sér um borð í flutningaskip.

Pilturinn mun hafa verið í körfubolta í íþróttahúsinu á Litla-Hrauni þegar árásin var gerð en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virtist um skipulagða árás á piltinn að ræða. Munu tveir fangar hafa haft sig mest í frammi en hópur fanga tekið þátt í henni. Árásin er sögð hafa verið sérstaklega hrottafengin.

Annar þeirra fanga sem mestan þátt eru sagðir eiga að árásinni hefur ítrekað ráðist að samföngum sínum með ofbeldi.

Hann hefur setið meira og minna í fangelsi frá árinu 2007 vegna fíkniefnabrota, þjófnaða, rána og annarra auðgunarbrota.

Sjá einnig: Hælisleitandi varð fyrir hrottalegri árás á Litla Hrauni: „Grafalvarlegt og sorglegt atvik:

Hann hlaut 18 mánaða fangelsisdóm árið 2014 fyrir tvær líkamsárásir framdar með nokkurra mánaða millibili á útivistarsvæðinu á Litla-Hrauni.

Í fyrra tilvikinu veittist hann að samfanga sínum og makaði saur í andlit hans og munn og sló hann svo bæði í höfuð og líkama. Auk þeirra tveggja líkamsárása sem hann var dæmdur fyrir 2014, mun hann hafa bitið vörina af samfanga sínum í slagsmálum á Litla-Hrauni síðastliðið sumar.

Aðspurður segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, að ofbeldi verði aldrei útrýmt með öllu inni í fangelsunum frekar en úti í hinum frjálsa heimi.

„En við verðum að gera okkar besta til að lágmarka það með auknu eftirliti og forvörnum,“ segir Páll.
Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.