Kári Aðalsteinsson, garðyrkjustjóri hjá Kirkjkugörðum Reykjavíkur, segir að Íslendingar séu enn nokkrum árum á eftir nágrönnunum annars staðar á Norðurlöndum varðandi fjölda bálfara. Vöxturinn sé þó stöðugur.
Íbúar hvaðanæva af landinu geta óskað eftir bálför, hægt er að gera það rafrænt í gegnum vefsíðuna kirkjugarðar.is.
Á vefsíðunni segir að duftker séu að jafnaði grafin í sérstakan duftgarð sem er í tengslum við kirkjugarð. En einnig er algengt að dutfkerin séu grafin ofan á kistugrafir með leyfi umsjónarmanns leiðis.
Kári Aðalsteinsson hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur segir að fleiri nýti orðið eldri leiði í tengslum við bálfarir. „Það eru komnar um 800 líkbrennslur á þessu ári sem er algjört met. Í Fossovogskirkjugarði er meirihluti af jarðsetningunum duftker, fjöldi þeirra nemur um 50% hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur,“ segir Kári í samtali við fréttastofu.
Líkbrennslur aldrei fleiri á Íslandi en í ár
