Lífið kynningar

Kalak eftir Kim Leine

Védís Skarphéðinsdóttir segir Kim Leine skrifa stórkostlegar sögur.
Védís Skarphéðinsdóttir segir Kim Leine skrifa stórkostlegar sögur. ANTON BRINK

KYNNING „Kalak er skáldævisaga rithöfundarins Kim Leine. Hún fjallar um uppvöxt hans, hvernig hann kynnist föður sínum í Kaupmannahöfn og hvernig hann reisir sína fjölskyldu og flytur til Grænlands. Honum tekst þar að skjóta rótum í gegnum ísinn,“ segir Védís Skarphéðinsdóttir, ritstjórnarfulltrúi Læknablaðsins.

„Kalak er mjög merkileg heimild um tvo menningarheima sem mætast, danskan og grænlenskan, en þar er himinn og haf á milli í öllum skilningi. Allt er mjög botnfrosið í Grænlandi og þar með uppi á yfirborðinu og á ísnum. Í bókinni eru mjög miklar og stórkostlegar náttúrulýsingar af svæðinu, landslaginu, náttúrunni og dýralífinu. Svo er fjallað mikið um heilbrigðiskerfið og hvernig það virkar. Bókin er líka um fíkn og lifnað höfundarins,“ segir Védís og bætir við að sér finnist Kim Leine einn máttugasti penninn í rithöfundastétt í heiminum í dag.

„Hann skrifar stórkostlegar sögur. Heiðarlegri verða þær varla. Nú eru komnar út tvær bækur eftir hann á íslensku, Kalak og Spámennirnir í Botnleysufirði, báðar mjög magnaðar.“

Kim Leine er af norsku bergi brotinn og er alinn upp í norskum sértrúarsöfnuði. „Hann er feikilega ötull maður, hefur mörg tungumál á valdi sínu og talar grænlensku. Hann er einn af fáum Evrópumönnum sem hafa lært grænlensku til hlítar og talar hana og les. Grænlendingar kalla hann Kalak sem þýðir skítugi Grænlendingurinn.“

Mælir þú með þessari bók? Já, hún er mögnuð og áhugavert að lesa um okkar næstu nágranna sem eru í raun svo nálægt okkur, eða í aðeins 300 km fjarlægð.“

Jón Hallur Stefánsson þýddi.

Védís segir að Kalak sé mögnuð bók.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.