Lífið kynningar

Fyrsta jurtalyfið á Íslandi - ný meðferð við þvagfærasýkingu frá Florealis

KYNNING Lyfjastofnun samþykkti nýverið jurtalyfið Lyngonia frá Florealis en þetta er í fyrsta sinn sem jurtalyf er viðurkennt af lyfjayfirvöldum á Íslandi. Lyngonia er unnið úr sortulyngsútdrætti og fæst nú í helstu apótekum án lyfseðils.

„Fjölmargar konur upplifa endurtekna þvagfærasýkingu með tilheyrandi óþægindum. Í flestum tilfellum hafa konurnar notað ýmis ráð, allt frá því að drekka trönuberjasafa yfir í að fá tíma hjá lækni og meðhöndla sýkinguna með sýklalyfjum. Við erum mjög spennt fyrir að bjóða upp á fyrsta jurtalyfið á Íslandi sem er til meðferðar á einkennum vægrar, endurtekinnar þvagfærasýkingar, svo sem brunatilfinningu við þvaglát eða auknum þvaglátum hjá konum, eftir að alvarleg veikindi hafa verið útilokuð af lækni,“ segir Elsa Steinunn Halldórsdóttir, doktor í lyfja- og efnafræði náttúruefna og þróunarstjóri Florealis.

Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni sortulyngs og hafa sambærileg lyf verið notuð við þvagfærasýkingum víða í Evrópu.

Lyngonia er fyrsta jurtalyfið sem samþykkt er á Íslandi

Náttúran leikur veigamikið hlutverk í sögu lyfjafræðinnar því segja má að upphaf lyfjafræðinnar megi rekja til gróðurs jarðar. Plöntur framleiða mikið magn af efnum sér til varnar þar sem þær geta ekki flúið af hólmi þegar þær verða fyrir árás örvera, sveppa og annarra lífvera. Fyrir tíð sýklalyfja var jurtablanda úr sortulyngi algeng meðferð við slíkum sýkingum, en þess má geta að á sortulyng var fyrst minnst í lyfjaskrám árið 1926.

Lyngonia er fyrsta jurtalyfið sem samþykkt er á Íslandi en ný reglugerð um slík lyf tók gildi í Evrópu árið 2011. Elsa telur lyfið góða viðbót við sýklalyf við meðferð á endurteknum þvagfærasýkingum.

„Jurtalyfið er staðlað með tilliti til virkra efna sem tryggir að neytandinn fær alltaf réttan skammt af lyfinu sem er mjög mikilvægur þáttur til að tryggja verkun og öryggi lyfsins,“ segir Elsa.

Rosonia, Liljonia, Aleria og Liljeria frá Florealis.

Ört stækkandi vörulína

Florealis er íslenskt lyfjafyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun og markaðssetningu á jurtalyfjum og lækningavörum sem innihalda virk efni úr náttúrunni. 

Vörulína Florealis fer ört stækkandi en auk Lyngonia fást Rosonia og Liljonia við óþægindum á kynfærasvæði, Aleria við bólum og óhreinindum í húð og Liljeria við frunsum.

„Við höfum fengið frábærar viðtökur við fyrstu vörunum okkar sem komu á markað hér á Íslandi í byrjun október. Í febrúar munu vörur Florealis fást í sænskum apótekum,“ segir Elsa að lokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.