Innlent

Sjáðu Guðna forseta tala finnsku í tilefni sjálfstæðisafmælis Finnlands

Kjartan Kjartansson skrifar
Guðna forseta er greinilega margt til lista lagt, þar á meðal að bera fram finnsku.
Guðna forseta er greinilega margt til lista lagt, þar á meðal að bera fram finnsku. YLE

Finnar fagna því að hundrað ár verða á morgun liðin frá því að landið öðlaðist sjálfstæði. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og hefur sent Finnum myndbandskveðju þar sem hann óskar þeim til hamingju á finnsku.

Myndbandið birtist á vef YLE, finnska ríkisútvarpsins, og er rúmlega mínútu langt. Þar birtist Guðni klæddur í lopapeysu fyrir utan Bessastaði. Eftir stutt ávarp á íslensku fer forsetinn svo með langa kveðju á finnsku þar sem hann óskar Finnum til hamingju með tímamótin.

„Milli okkar og ykkar liggja traust vinabönd og stundum er sagt að okkur svipi saman, Íslendingum og Finnum. Okkur er heiður að þeim samanburði því að af ykkur má margt læra. Þið hafið byggt upp samfélag samstöðu, frelsis og framfara sem þið stefnið eflaust að því að bæta enn frekar í framtíðinni,“ segir Guðni á finnsku sem YLE lýsir sem „reiprennandi“. 

Mærir Guðni jafnframt finnsku seigluna sem Finnar séu þekktir fyrir og kalla „sisu“, gufuböðin frægu og tónskáldið Síbelíus.

„Þessi þekktu þjóðartákn hafa komið ykkur vel á sjálfstæðisbraut og munu gera það áfram,“ segir Guðni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.