Innlent

Átök í borg og í landsmálum í Víglínunni

Atli Ísleifsson skrifar

Nú þegar hálft ár er til sveitarstjórnarkosninga er tekist á um hvort Reykjavíkurborg er vel eða illa rekin undir forystu Dags B. Eggertssonar í samstarfi Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar. Mikil uppbygging á sér stað í hjarta borgarinnar en á sama tíma búa um tuttugu manns á tjaldstæðinu í Laugardal við þröngan kost.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Halldór Halldórsson, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, koma í Víglínuna til Heimis Más Péturssonar fréttamanns á Stöð 2 og Vísi í dag.

Ný ríkisstjórn hefur tekið saman sitt fyrsta fjárlagafrumvarp sem nú er í frágangi í öllum ráðuneytum og verður lagt fram á Alþingi þegar það kemur saman á fimmtudag í fyrsta sinn frá því í september. Stjórn og stjórnarandstaða takast á um skipan nefnda og formennsku í þeim. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur boðar ný vinnubrögð í samskiptum við Alþingi en stjórnarandstaðan virðist ekki á því máli að byrjunin sé góð.

Birgir Ármannsson og Oddný G. Harðardóttir þingflokksformenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar mæta í Víglínuna til að ræða þessi mál og störfin framundan á Alþingi í vetur.

Víglínan er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl 12:20.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.