Innlent

Bókafólk fagnar innilega nýjum stjórnarsáttmála

Jakob Bjarnar skrifar
Ef marka má innilega þakkarræðu Egils Arnar er Lilja Dögg afbragð annarra stjórnmálamanna á Íslandi og þó víðar væri leitað.
Ef marka má innilega þakkarræðu Egils Arnar er Lilja Dögg afbragð annarra stjórnmálamanna á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, kann sér vart læti vegna þess að í stjórnarsáttmála er svo kveðið á um að virðisaukaskattur af bókum verður felldur niður. Egill Örn reynir ekki að leyna einlægri gleði sinni, þakklæti til nýrra stjórnvalda og sparar sig hvergi í stuttu þakkarávarpi á Facebooksíðu sinni.

„Virðisaukaskattur á bækur verður afnuminn! Þetta er í einu orði sagt stórkostleg tíðindi. Þau verða að ég held ekki stærri, tíðindin fyrir íslenska bókaútgáfu og alla þá sem við hana starfa. Ég er ofboðslega þakklátur og glaður í dag,“ segir Egill Örn.

Formaðurinn, sem samkvæmt heimildum Vísis mun láta af störfum í byrjun næsta árs, segir að fyrir þessu hafi bókafólkið barist árum saman.

„Og nú er þetta að verða í höfn. Takk allir sem tekið hafa þátt í baráttunni með okkur og sömuleiðis þakklæti til allra þeirra stjórnmálamanna sem að hafa veitt málinu brautargengi,“ segir Egill Örn sem vill nefna sérstaklega Lilju Dögg Alfreðsdóttur, verðandi mennta- og menningarmálaráðherra til sögunnar í þessu sambandi.

„Án þess að gera lítið úr þætti annarra stjórnmálamanna sem að stutt hafa málið á undanförnum misserum. Takk!“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.