Glamour

Airwaves dress dagsins

Ritstjórn skrifar

Föstudagur er runninn upp á Airwaves og við erum að undirbúa dress kvöldsins. Gallasamfestingur, loðjakki og Dr Martens er það sem okkur langar til að klæðast. Svo auðvitað fínir eyrnalokkar í stíl, þar sem það er nú föstudagur. 

Samfestingurinn er frá Won Hundred og fæst í Gk Reykjavík. Hann kostar 38.995 krónur.

Skórnir fást í GS Skóm og eru frá Dr. Martens, þeir kosta 26.995 krónur.

Pelsinn fæst í Zöru og kostar 8.995 krónur. 

Eyrnalokkarnir fást í Maia Reykjavík og eru frá Deepa Gunani. Þeir kosta 22.990 krónur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.