Enski boltinn

Hluti af húðflúri á hendi Cazorla fært á ökklann hans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Santi Cazorla.
Santi Cazorla. Vísir/Getty

Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá spænska miðjumanninn Santi Cazorla  spila á ný með liðinu. Meiðslasaga Santi Cazorla er efni í forsíðuburðinn á spænska íþróttablaðinu Marca.

Læknar sögðu Santi Cazorla þegar útlitið var verst að hann gæti verið ánægður ef hann gæti gengið eðlilega á ný.

Santi Cazorla hefur ekki spilað fótboltaleik síðan í október 2016 en hann þurfti að fara í átta ökklaaðgerðir síðan.

Sárið gró aldrei og það komst í það ígerð. Santi Cazorla var í viðtali við spænska blaðið Marca þar sem hann sagði frá því að ígerðin hafði étið upp hásinina hans.„Það vantar átta sentímetra á hásinina,“ sagði Santi Cazorla í viðtalinu við Marca.  Þegar verst gekk þá voru menn farnir að óttast um það að gæti misst fótinn vegna blóðeitrunar.

Síðasta aðgerðin hans Santi Cazorla fór fram í lok maí en þá voru læknar að endurbyggja hásinina hans.

Læknarnir tóku meðal annars sinn af vinstri hendi hans og settu á ökklann. Hluti af húðflúri Cazorla á hendinni fór með niður á ökklann.  Ökklinn hans Santi Cazorla er á forsíðu Marca í dag eins og sjá má hér fyrir neðan.

Cazorla hefur verið í endurhæfingu síðan og hann er ekki búinn að gefa upp vonina um að spila fótbolta á nýjan leik. Hann hefur sett stefnuna á nýja árið.

Cazorla segist frá skilaboð frá mönnum eins og þeim Andres Iniesta, David Silva og David Villa næstum því á hverjum degi.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.