Taplausir City sigruðu Arsenal

Dagur Lárusson skrifar
Kevin De Bruyne skoraði fyrsta mark City
Kevin De Bruyne skoraði fyrsta mark City Vísir/Getty

Manchester City og Arsenal mættust í öðrum leik ensku úrvalsdeildarinnar í dag en fyrir leikin var Manchester City með 5 stiga forskot á Manchester United í 2.sæti á meðan Arsenal var í 5.sætinu með 19 stig.

Það voru City sem byrjuðu leikinn mun betur og sóttu mikið fyrstu mínúturnar. Þeir náðu að brjóta ísinn svo á 19. mínútu en þá fékk Kevin de Bruyne boltann fyrir utan teig og skaut hnitmiðuðu skoti beint í fjærhornið og staðan orðin 1-0 fyrir City og þannig var staðan í hálfleik.

Í seinni háfleiknum mættu Arsenal menn grimmir til leiks og spiluðu vel fyrstu mínúturnar en City voru alltaf hættulegir með skyndisóknir sínar og eftir eina slíka fékk Raheem Sterling boltann í teig Arsenal og braut Nacho Monreal á honum að mati dómarans og því var dæmd vítaspyrna. Aguero steig á punktinn og kom sínum mönnum í 2-0 forystu.

Margir héldu að City myndu ganga á lagið eftir þetta en svo var heldur betur ekki raunin því Arsenal virtust styrkjast við þetta og skoraði varamaðurinn Alexandre Lacazette á 65. mínútu og minnkaði muninn í 2-1.

Eftir þetta mark var leikurinn æsispennandi og sóttu bæði lið mikið. Það var hinsvegar Manchester City sem skoraði næsta mark í þessum leik og var það Gabriel Jesus sem gerði það en Arsenal menn vildu fá dæma rangstöðu en fengu ekki.

Þetta reyndust lokatölur leiksins og eftir þennan leik er Manchester City komið með 31 stig í 1.sæti deildarinnar á meðan Arsenal er ennþá með 19 stig.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.