Innlent

Snarpir skjálftar á Suðurlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur

Tveir snarpir jarðskjálftar mældust skammt frá Selfossi um klukkan tíu í kvöld. Þeir fundust vel á Selfossi og jafnvel í Grímsnesi líka. Samkvæmt mælum Veðurstofu Íslands mældust skjálftarnir tveir báðir 3,4 að stærð og miðja þeirra um sex til sjö kílómetra austur af Selfossi.

Nokkur jarðskjálftahrina hefur verið á svæðinu í dag samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á níunda tímanum fannst einnig skjálfti á Selfossi sem var 2,9 stig að stærð. Flestir skjálftarnir hafa verið um og yfir einn að stærð.

Jarðskjálftar eru nokkuð algengir á svæðinu og samkvæmt náttúruvársérfræðingi á Veðurstofunni er erfitt að segja til um framhaldið. Hrinan gæti haldið eitthvað áfram og hún gæti líka dáið út á næstu klukkustundum. Þá munu skjálftarnir ekki vera á gossvæði.

Fréttin hefur verið uppfærðAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.