Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Sitja uppi með Sigtrygg og Pétur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Góður leikmannahópur Tindastóls var mikið á milli tannanna hjá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds á föstudagskvöldið.

Liðið er með tvo sterka leikstjórnendur, þá Sigtrygg Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson.

Sjá einnig: Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti

Fyrstu þrír leikhlutarnir í opnunarleiknum á móti ÍR bentu til þess að þeir næðu vel saman, en annað var uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar liðið marði sigur á Val.

„Báðir eru að reyna að setja upp og þeir eru í töluverðum vandræðum á móti frábærum varnarleik Valsmanna í byrjun leiks,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn spekinga þáttarins.

Tölfræði drengjanna var ekki góð, þá sérstaklega Péturs, en hann var aðeins með einn framlagspunkt í leiknum og hitti ekkert af 10 þriggja stiga skotum sínum.

Leikurinn á móti Val var þriðji sigurleikur Sigtryggs á árinu.

„Mér finnst rosalega skrítið að þessir tveir leikmenn skuli vera á sama stað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég heyrði það reyndar að Tindastóll hafi verið búnir að semja við Sigtrygg af því þeir héldu að Pétur væri að fara og hefðu ekki gert það að öðrum kosti. Nú sitja þeir uppi með þá báða.“

„Sitja þeir uppi með þá?“ greip Kristinn þá inn í. „Hvað ertu að tala um? Þeir sitja ekkert uppi með þá. Þetta er þvæla.“

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar

Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna.

Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara?

Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×