Innlent

Skráningakerfi þurfi á Herjólf

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Rannsóknarnefnd samgönguslysa (RNSA) beinir þeim ábendingum til Eimskips, rekstraraðila Herjólfs, að skráningakerfi um fjölda farþega verði tekið upp á skipinu.

Ábendingarnar koma fram í skýrslu vegna atviks sem átti sér stað í ferjunni milli jóla og nýárs í fyrra. Þá kom upp reykur í skipinu, vegna bilunar í loftræstiblásara, sem var mestur í almenningi.

Illa gekk að rýma skipið en of fáir skipverjar voru um borð til að takast á við aðstæðurnar. Í fyrstu var talið að 132 hafi verið í skipinu en síðar kom í ljós að þeir voru alls 149.

Auk áðurnefndrar ábendingar var þeim tilmælum beint til forsvarsmanna Eimskips að endurskoða fjölda í áhöfn Herjólfs og að tryggja að fjarskiptabúnaður milli áhafnar innan skips sem utan verði lagfærður.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.