Körfubolti

Keflavík valtaði yfir Skallagrím í Meistarakeppni KKÍ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Thelma Dís átti góðan leik í kvöld og gerði 12 stig.
Thelma Dís átti góðan leik í kvöld og gerði 12 stig.

Íslands og bikarmeistararnir í Keflavík eru meistari meistaranna árið 2017 en liðið vann mjög auðveldan sigur á Skallagrími, 93-73, í Meistarakeppni KKÍ sem fram fór í Keflavík í dag.

Keflavík var með fín tök á leiknum alveg frá fyrstu mínútu og var staðan í hálfleik 48-34 fyrir Keflavík í hálfleik.

Heimamenn héldu bara áfram að auka við forskot sitt í þeim síðari og sáu Skallarnir aldrei til sólar í leiknum.

Keflavík verður greinilega til alls líklegt í Dominos-deild kvenna í vetur. Carmen Tyson-Thomas var atkvæðamest í liði Skallagríms með 25 stig og 18 fráköst.

Stigaskorið dreifðist vel hjá Keflavík en Emelía Ósk Gunnarsdóttir skoraði 18 stig, Brittanny Dinkins var með 16 og Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 12 stig fyrir heimamenn.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.