Fótbolti

Jón Jónsson: Ég átti ekkert erindi í meistaralið FH

Dagur Lárusson skrifar
Heimir var í miklum metum í Kaplakrika.
Heimir var í miklum metum í Kaplakrika. vísir/stefán

Það bárust stórtíðindi úr Kaplakrika í vikunni þar sem að Fimleikafélagið ákvað að segja Heimi Guðjónssyni, þjálfara til margra ára, upp og síðan þá hafa leikmenn félagsins keppst um að lofa Heimi og kom Jón Jónsson meðal annars með fallegan pistil á facebook síðu sinni í morgun.

„Ég átti í raun ekkert erindi í meistaralið FH þegar ég settist niður með Heimi Guðjónssyni haustið 2009,“ byrjaði Jón pistilinn sinn

„Ég er ekki besti knattspyrnumaður heims en Heimir hjálpaði mér að spila inná mína styrkleika og verð honum ævinlega þakklátur fyrir traustið og leiðsögnina.“

„Gangi þér vel Heimir, og takk fyrir mig,“ endaði Jón þennan hjartnæma pistil sem er hægt að sjá í heild sinni hér að neðan.


Tengdar fréttir

Heimir hættur með FH-liðið

Heimir Guðjónsson er hættur sem þjálfari FH í Pepsi-deild karla en hann hefur þjálfað liðið frá 2008 og gert FH fimm sinnum að Íslandsmeisturum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.