Lukaku með sex í sex

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Romelu Lukaku skorar í hverjum leik.
Romelu Lukaku skorar í hverjum leik. vísir/getty

Romelu Lukaku er kominn með sex mörk í sex deildarleikjum fyrir Manchester United.

United sótti Southampton heim í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði Lukaku eina mark leiksins á 20. mínútu.

United er því með 5 sigra eftir sex umferðir, og er jafnt grönnunum í Manchester City á toppi deildarinnar. Liðið er þó fyrir neðan City á markatölu.

Jose Mourinho, stjóri United, var sendur upp í stúku undir lok leiksins.

Öfugt við undanfarna leiki náði United ekki að nýta sér stórsókn andstæðingsins undir lok leiks til þess að skora mörk, og fór aðeins með 0-1 sigur. 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.