Innlent

Slagsmál brutust út við N1 á Hringbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Slagsmálin brutust út á þvottaplaninu við N1 þar sem mennirnir voru staddir að skola af bifreiðum sínum.
Slagsmálin brutust út á þvottaplaninu við N1 þar sem mennirnir voru staddir að skola af bifreiðum sínum.

Um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um slagsmál við þvottaplan bensínstöðvarinnar N1 við Hringbraut. Þar voru staddir menn að þvo bifreiðar sínar en við þvottinn hafði farið vatn á bifreið og mann sem var í næsta stæði, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Sá hélt að mennirnir hefðu sprautað á sig vatninu viljandi og sprautaði vatni til baka á geranda. Þá réðst gerandi, ásamt tveimur félögum sínum, á manninn sem komst inn í bifreið sína þar sem unnusta hans sat undir stýri. Hún reyndi að aka í burtu en á hana kom fát og hún ók utan í bifreið geranda. Slagsmálin héldu þá áfram.

Árásarmennirnir þrír voru allir handteknir og fluttir á lögreglustöð. Árásarþoli ætlaði þó að fara á slysadeild en meiðsl virðast minniháttar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.