Körfubolti

Elvar Már með frábæran árangur innan sem utan vallar í Miami

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elvar Már Friðriksson.
Elvar Már Friðriksson. Mynd/Heimasíða Barry

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson er heldur betur að finna sig vel í Miami-borg en hann er nú að reyna að vinna sér sæti í Eurobasket-liði Íslands.

Elvar Már blómstrar ekki aðeins inn á vellinum með körfuboltaliði Barry skólans heldur er hann einnig að safna að sér verðlaunum fyrir góðan námsárangur.

Elvar var einn þeirra sem fékk viðurkenningu frá bandaríska körfuknattleikssambandinu fyrir frábæran námsárangur. Barry segir frá þessu á heimasíðu sinni.

Viðurkenningin sem Elvar Már fær fyrir þetta tímabili heitir National Association of Basketball Coaches Honors Court, en hún er veitt því körfuknattleiksfólki í háskólaboltanum sem stendur sig vel í námi.

Elvar Már var með 3.235 í meðaleinkunn samkvæmt frétt um verðlaun hans á heimasíðu Barry háskólans.

Elvar Már hlaut einnig fullt af viðurkenningum fyrir leik sinn á síðasta tímabili en hann var meðal annars valinn besti leikmaður SSC-deildarinnar auk þess að vera í liði ársins í sömu deild.

Elvar Már var með 17,4 stig og 7,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Aðeins fjórir leikmenn gáfu fleiri stoðsendingar í leik en Elvar.


 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.