Körfubolti

Sigtryggur Arnar fær að stíga fyrstu landsliðsskrefin á gamla heimavellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigtryggur Arnar Björnsson í leik með Skallagrími í Smáranum.
Sigtryggur Arnar Björnsson í leik með Skallagrími í Smáranum. Vísir/Eyþór

Sigtryggur Arnar Björnsson er í leikmannahópi Íslands í kvöld en karlalandsliðið spilar þá við Belgíu í Smáranum en þetta er fyrsti undirbúningsleikur liðsins fyrir Eurobasket.

Sigtryggur Arnar er eini nýliðinn í íslenska liðinu og spilar því fyrsta A-landsleikinn sinn í kvöld.  Logi Gunnarsson er hinsvegar sá reyndasti en hann spilar sinn 131. A-landsleik í Smáranum í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.15.

Sigtryggur Arnar lék á sínum tíma með Breiðabliki og er því að stíga fyrstu landsliðsskrefin á gamla heimavellinum.  

Sigtryggur Arnar fór á kostum með Skallagrími í Domino´s deildinni á síðustu leiktíð og var þá með 18,0 stig, 5,8 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Skallagrímur féll hinsvegar úr deildinni og Arnar hefur nú samið við Tindastól um að leika á Króknum í vetur.

Jón Arnór Stefánsson og Pavel Ermolinskij eru hvorugur með í þessum leik ekki frekar en miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason sem er að safna kröftum eftir EM 20 ára liða líkt og þeir Kári Jónsson og Kristinn Pálsson.  Íslendingar hafa efni á því að hafa tvo sjö feta leikmenn utan hóps í leiknum í kvöld því Ragnar Ágúst Nathanaelsson hvílir líka.


Leikmannahópur Íslands á móti Belgíu í kvöld:

Bakverðir
3 - Ægir Þór Steinarsson
10 - Elvar Már Friðriksson
12 - Sigtryggur Arnar Björnsson
13 - Hörður Axel Vilhjálmsson
14 - Logi Gunnarsson
15 - Martin Hermannsson

Framherjar
6 - Kristófer Acox
21 - Ólafur Ólafsson
24 - Haukur Helgi Pálsson
88 - Brynjar Þór Björnsson

Miðherjar:
7 - Sigurður Gunnar Þorsteinsson
8 - Hlynur BæringssonAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.