Innlent

Mesti hiti í Reykjavík frá árinu 2008

Atli Ísleifsson skrifar
Veðurfræðingur segir að hitinn í Reykjavík í dag skýrist meðal annars af því að það hafi verið nógu mikil norðan- og austanátt til að halda hafgolunni frá.
Veðurfræðingur segir að hitinn í Reykjavík í dag skýrist meðal annars af því að það hafi verið nógu mikil norðan- og austanátt til að halda hafgolunni frá. Vísir/Anton

Hitastig fór upp í 21,6 gráður í Reykjavík klukkan 15 í dag. Þetta er hæsta hitastig sem mælst hefur í höfuðborginni frá árinu 2008.

Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir að þetta einnig hafa verið í fyrsta sinn á árinu sem hitinn í höfuðborginni fari upp fyrir 20 gráður. Hitinn hafi þó mælst meiri annars staðar á landinu, meðal annars á Þingvöllum þar sem hann fór í 23,6 gráður.

Elín Björk segir að hitinn í höfuðborginni í dag skýrist meðal annars af því að það hafi verið nógu mikil norðan- og austanátt til að halda hafgolunni frá. Þess þurfi til að hitinn verði þetta mikill á þessu landsvæði.

Hún segir að morgundagurinn verði mjög svipaður, þó ívið svalari. „Hitinn ætti að verða hæstur á suðvesturhorninu og uppsveitum á Suðurlandi.“

Á Facebook-síðu sinni bendir Trausti Jónsson veðurfræðingur á að hitinn í Reykjavík hafi hæst komist í 21,3 gráður á síðasta ári, en hafi ekki farið upp fyrir 22 stig síðan 2008.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.