Körfubolti

Risinn skrifaði undir í Njarðvík

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ragnar Nathanaelsson og Páll Kristinsson ganga frá málum í kvöld.
Ragnar Nathanaelsson og Páll Kristinsson ganga frá málum í kvöld. mynd/njarðvík

Njarðvíkingar voru heldur betur að styrkja sig fyrir átökin í Domino´s-deild karla næsta vetur en í kvöld gekk félagið frá samningum við risann Ragnar Nathanaelsson.

Ragnar, sem spilaði í næstefstu deild á Spáni síðasta vetur, skrifaði undir tveggja ára samning við Njarðvík en þessi 218 cm hávaxni miðherji hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár.

„Ragnar er okkur hvalreki er búist við miklu af þessum einstaka leikmanni,“ segir í fréttatilkynningu Njarðvíkinga en fá lið hafa verið í meira basli með hæð undir körfunni undanfarin misseri en Ljónin í Njarðvík.

Páll Kristinsson, varaformaður KKD Njarðvíkur, skrifaði undir með Ragnari í kvöld en vegna skorts á hæð í liðinu á síðustu leiktíð þurfti hinn fertugi Páll að spila með þeim grænu. Hann fagnar komu Ragnars vafalítið meira en nokkur maður.

Njarðvík hafnaði í níunda sæti á síðustu leiktíð og missti af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í 24 ár. Það á greinilega ekki að gerast aftur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.