Innlent

Hefja gjaldtöku við Hraunfossa

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Gjaldið er hugsað sem aðstöðugjald en ekki agangseyrir.
Gjaldið er hugsað sem aðstöðugjald en ekki agangseyrir. vísir/vilhelm

Frá og með morgundeginum verður rukkað á bílastæðið við Hraunfossa í Hvítársíðu. Markmiðið með gjaldtökunni er að bæta aðstöðu við fossana.

Í tilkynningu frá landeigendum kemur fram að ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að fossinum heldur sé þetta stöðugjald fyrir bílastæðin. Þannig verði ókeypis fyrir þá sem koma fótgangandi eða hjólandi að fossinum.

„Gjaldtöku verður stillt í hóf en fyrir 50 manna rútu verður aðstöðugjaldið 6 þúsund krónur sem gerir þá um 120 krónur á hvern farþega,“ segir í tilkynningunni.

Féð sem innheimtist verður nýtt til þess að bæta aðstöðu á bílastæðunum. Þá verða landverðir á staðnum til að stýra umferð á bílastæðinu, sjá um söndun og söltun og tryggja öryggi ferðamanna.


Tengdar fréttir

Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.