Innlent

Á flótta undan lögreglu á torfæruhjóli inni í miðri borg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/GVA

Klukkan 08:10 í morgun handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann vegna gruns um að hann hefði ekið torfæruhjóli undir áhrifum ávana-og fíkniefna auk þess sem hann var með meint fíkniefna á sér.

Áður en maðurinn var handtekinn hafði hann reynt að komast undan lögreglu á hjólinu en hann fannst skömmu síðar eftir eftirför lögreglu þar sem hann skildi hjólið eftir sig og faldi sig skammt frá því.

Maðurinn hafði meðal annars ekið upp á gangstétt þegar hann var á flótta undan lögreglunni og skapaði hann þannig mikla hættu fyrir vegfarendur.

Þá var torfæruhjólið ótryggt og ekki í lögmæltu ástandi. Maðurinn var svo fluttur á lögreglustöð þar sem farið var með hann í blóðsýnatöku og í framhaldinu vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.