Innlent

Á flótta undan lögreglu á torfæruhjóli inni í miðri borg

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu.
Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Vísir/GVA
Klukkan 08:10 í morgun handtók lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mann vegna gruns um að hann hefði ekið torfæruhjóli undir áhrifum ávana-og fíkniefna auk þess sem hann var með meint fíkniefna á sér.

Áður en maðurinn var handtekinn hafði hann reynt að komast undan lögreglu á hjólinu en hann fannst skömmu síðar eftir eftirför lögreglu þar sem hann skildi hjólið eftir sig og faldi sig skammt frá því.

Maðurinn hafði meðal annars ekið upp á gangstétt þegar hann var á flótta undan lögreglunni og skapaði hann þannig mikla hættu fyrir vegfarendur.

Þá var torfæruhjólið ótryggt og ekki í lögmæltu ástandi. Maðurinn var svo fluttur á lögreglustöð þar sem farið var með hann í blóðsýnatöku og í framhaldinu vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×