Lífið

Bakvið tjöldin með Aroni Hannesi: Gefur út glænýjan sumarsmell á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valli Sport snappaði.
Valli Sport snappaði.
Aron Hannes er nú í hljóðveri að taka upp nýjan sumarsmell. En allir ættu að muna eftir laginu Nótt eða Tonight sem hann sló í gegn með í undankeppni Eurovision í vetur. Lagið heitur Sumarnótt og er eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon.

En þetta má sjá á Snap hjá Valgeiri, en hann er betur þekktur sem Valli Sport. María Ólafsdóttir var á svæðinu og syngur hún með Aroni í laginu.

„Já þetta er þvílíkur sumarsmellur og ég var þvílíkt spenntur að fá að syngja þetta. Við vorum að klára upptökur á þessu í gærkvöldi og nú fer þetta í mix og masteringu. Vonandi ætti fólk að geta hlustað á útkomuna fyrir helgi,“ segir Aron um lagið.

„Ég er talsvert að syngja í sumar og er búinn að syngja um allt undanfarið. Þetta er búið að ganga vel hjá mér og ég er spenntur fyrir sumrinu.“

Hann segir að lagið séu um sumarást á sumarnóttu þegar allt sé bjart og mann langar ekki að nóttin endi.

„Þær eru svo magnaðar þessar sumarnætur, krafturinn í náttúrunni, fuglalífið, birtan og allt. Maður gelymir aldrei sumum fallegum sumarnóttum.“ Sagði Aron um lagið.

Hér fyrir neðan má sjá Snap úr stúdíóinu.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×