Lífið

Bakvið tjöldin með Aroni Hannesi: Gefur út glænýjan sumarsmell á morgun

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valli Sport snappaði.
Valli Sport snappaði.

Aron Hannes er nú í hljóðveri að taka upp nýjan sumarsmell. En allir ættu að muna eftir laginu Nótt eða Tonight sem hann sló í gegn með í undankeppni Eurovision í vetur. Lagið heitur Sumarnótt og er eftir Svein Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon.

En þetta má sjá á Snap hjá Valgeiri, en hann er betur þekktur sem Valli Sport. María Ólafsdóttir var á svæðinu og syngur hún með Aroni í laginu.

„Já þetta er þvílíkur sumarsmellur og ég var þvílíkt spenntur að fá að syngja þetta. Við vorum að klára upptökur á þessu í gærkvöldi og nú fer þetta í mix og masteringu. Vonandi ætti fólk að geta hlustað á útkomuna fyrir helgi,“ segir Aron um lagið.

„Ég er talsvert að syngja í sumar og er búinn að syngja um allt undanfarið. Þetta er búið að ganga vel hjá mér og ég er spenntur fyrir sumrinu.“

Hann segir að lagið séu um sumarást á sumarnóttu þegar allt sé bjart og mann langar ekki að nóttin endi.

„Þær eru svo magnaðar þessar sumarnætur, krafturinn í náttúrunni, fuglalífið, birtan og allt. Maður gelymir aldrei sumum fallegum sumarnóttum.“ Sagði Aron um lagið.

Hér fyrir neðan má sjá Snap úr stúdíóinu.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.