Körfubolti

Thelma Dís áfram í Bítlabænum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana.
Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, með bikarana. vísir/óój

Einn af lykilmönnum Íslands- og bikarmeistaraliðs Keflavíkur í kvennakörfunni, Thelma Dís Ágústsdóttir, verður áfram í herbúðum liðsins á næstu leiktíð.

Thelma hafði horft til Bandaríkjanna, en í samtali við Karfan.is staðfestir hún að það hafi ekki heillað nægilega mikið og að hún verði áfram í Bítlabænum.

Keflavík vann Snæfell í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn og Skallagrím í úrslitaleik bikarkeppninnar.

Thelma var ein af ástæðum þess að Keflavík varð bæði Íslands- og bikarmeistari, en hún var að meðaltali með 11 stig, sjö fráköst og þrjár stoðsendingar í leikjum liðsins síðasta vetur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.