Innlent

Rifflarnir í Borgarbyggð hljóðlátari en uppþvottavél

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Riffill með hljóðdeyfi.
Riffill með hljóðdeyfi. vísir/eyþór

Stefán I. Ólafsson, hjá Skotfélagi Vesturlands, segir félagið stefna eindregið að því að notkun hljóðdeyfa verði almenn á skotsvæðum félagsins.

Fram kemur í erindi Stefáns til Borgarbyggðar, vegna umsóknar um æfingasvæði í Hamarslandi, að notkun hljóðdeyfa, sem nú sé leyfileg á öllum stærri rifflum, dragi að meðaltali úr hljóði um 30 dB. 

„Og ef við drögum 30 frá þá erum við komin niður fyrir hljóðlátustu uppþvottavélar svo fólk geri sér grein fyrir hávaðanum,“ segir Stefán.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.