Gallapils, tóbaksklútar og berar axlir

23. apríl 2017
skrifar

Tónlistarhátíðin Coachella fór fram í hinni sólríku Kaliforníu um síðustu helgi og gefa hátíðargestir alltaf smá forsmekk af sumartískunni.

Blómakrönsunum vinsælu hefur nú verið skipt út fyrir tóbaksklúta um hálsinn, blússur og kjólar sem sýna berar axlir og gallapils voru áberandi.

Eitthvað til að leika eftir þegar hitastig hækkar hér á landi, eða jafnvel í strax? Fáum innblástur fyrir sumarið, sem samkvæmt dagatalinu á að vera mætt í allri sinni dýrð.


Tóbaksklútar voru aðalfylgihluturinn


Gallapilsin eru mætt aftur í allri sinni dýrð


Berar axlir á blússum og kjólum