Körfubolti

Arnar lét Kanínurnar hoppa í átt að fyrstu verðlaunum Svendborg í fjögur ár

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnar Guðjónsson vann bronsið.
Arnar Guðjónsson vann bronsið. vísir/ernir

Arnar Guðjónsson, þjálfari Svendborg Rabbits í dönsku úrvalsdeildinni og aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, stýrði sínum strákum til bronsverðlauna í Danmörku í gærkvöldi.

Kanínurnar hans Arnars spiluðu bronsleikinn á móti SISU og unnu stórsigur, 87-72, en liðin sem tapa í undanúrslitum úrslitakeppninnar spila ávallt einn leik um bronsið í dönsku úrvalsdeildinni.

Íslenski landsliðsmaðurinn Axel Kárason skoraði sex stig og tók fimm fráköst í sínum síðasta leik með Svendborg en hann er búinn að semja við uppeldisfélag sitt Tindastól og spilar með því í Domino´s-deildinni á næstu leiktíð.

Stefan Bonneau, Bandaríkjamaðurinn frábæri sem spilaði með Njarðvík, var næst stigahæstur í liði Svendborg með 18 stig auk þess sem hann tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.

Þetta eru fyrstu verðlaun Svendborg í dönsku úrvalsdeildinni síðan 2013 en Arnar Guðjónsson hefur stýrt því síðan 2015 þegar Craig Pedersen, sem áður þjálfaði Kanínurnar og íslenska landsliðsins, hætti til að einbeita sér að strákunum okkar. Arnar var áður aðstoðarmaður Pedersens hjá Svendborg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.