Körfubolti

Til hamingju Keflavík | Íslandsmeistaramyndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Keflavík varð í kvöld Íslandsmeistari kvenna í körfubolta í sextánda sinn eftir 20 stiga sigur á Snæfelli, 70-50, í Sláturhúsinu í Keflavík.

Þetta unga Keflavíkurlið varð einnig bikarmeistari og stendur því uppi með tvo stærstu bikarana.

Meðalaldur Keflavíkurliðsins er aðeins um 19 ár en þær spiluðu eins og reynsluboltar á stærsta sviðinu.

Í spilaranum hér að ofan má sjá myndband til heiðurs Íslandsmeisturum Keflavíkur sem Stefán Snær Geirmundsson klippti saman.


Tengdar fréttir

Erna: Get ekki lýst tilfinningunni

Erna Hákonardóttir er fyrirliði ungs liðs Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari í Domino's-deild kvenna eftir 3-1 sigur á Snæfelli í úrslitarimmunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.