Körfubolti

Gunnhildur barnshafandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnhildur leikur ekki körfubolta næstu mánuðina.
Gunnhildur leikur ekki körfubolta næstu mánuðina. vísir/eyþór

Gunnhildur Gunnarsdóttir, landsliðskona og fyrirliði Snæfells, er ólétt. Þetta staðfesti hún í samtali við karfan.is.

Gunnhildur á von á barni í október og verður þ.a.l. ekkert með landsliðinu í næstu verkefnum.

Gunnhildur hefur verið í lykilhlutverki hjá íslenska landsliðinu undanfarin ár og var m.a. fyrirliði þess í fjarveru Helenu Sverrisdóttur.
 
Gunnhildur fann sig ekki í úrslitakeppni Domino's deildarinnar og var m.a. stigalaus í fjórða leiknum gegn Keflavík í gær.

„Ég get nú ekki sagt annað en að þetta hafði áhrif á mig í úrslitakeppninni. Ég náði mér aldrei á strik og var ólík sjálfri mér þegar á leið,“ sagði Gunnhildur sem var valin körfuknattleikskona ársins 2016.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.